Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi

Bandaríski kvikmyndaleikarann Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik.   

Fram kemur á fréttavef BBC að alríkisdómari í Flórídaríki dæmdi Snipes til hámarksrefsingar fyrir að telja ekki fram skatt árin 1999, 2000, og 2001.  

Snipes lagði fram ávísanir upp á fimm milljónir dollara í réttarhöldunum og sagðist iðrast gjörða sinna.  Lögfræðingar hans báðu dómara um að sýna honum vægð en dómari sagði mál Snipes geta verið fordæmi þar sem hann er opinber persóna.  Lögfræðingar Snipes sögðu að dómnum yrði áfrýjað. 

Wesley Snipes.
Wesley Snipes. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir