Garðar Thor syngur fyrir Vogue

Garðar Thor mun syngja í afmælisveislu Vogue.
Garðar Thor mun syngja í afmælisveislu Vogue.

Ten­ór­söngv­ar­inn Garðar Thór Cortes fór til Par­ís­ar á föstu­dag­inn í 
mynda­töku fyr­ir ít­alska Vogue tísku­tíma­ritið sem verður 40 ára í ár. Blaðið hef­ur einnig beðið Garðar Thór að syngja á af­mæl­is­hátíð blaðsins sem hald­in verður í Mílanó í júní.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Ein­ari Bárðar­syni, umboðsmanni Garðars verður öll­um þekkt­ustu nöfn­um tísku, tón­list­ar, kvik­mynda og stjórn­mála boðið til veisl­unn­ar.

Mynda­tak­an í Par­ís var fyr­ir fjög­urra síðna viðtal við Garðar Thór sem á að birt­ast í júníblaði tíma­rits­ins.

Ljós­mynd­ar­inn sem myndaði Garðar í Par­ís í gær er hinn sviss­neski Michel Comte, en mynd eft­ir hann seld­ist fyr­ir tæp­lega 100.000 doll­ara á upp­boði fyr­ir skemmstu. Mynd­in er nekt­ar­mynd af Cörlu Bruni eig­in­konu Frakk­lands for­seta. Michel er einnig þekkt­ur fyr­ir að eiga sína eig­in svítu á Ritz hót­el­inu í Par­ís.

Á fimmtu­dags­kvöldið var Garðar Thór gest­ur við frum­sýn­ingu Paramount 
Pict­ur­es á mynd­inni The Ironman í Odeon kvik­mynda­hús­inu við Leicester 
Square.

Garðar hélt til Par­ís­ar á föstu­dags­morg­un er núna kom­inn aft­ur til London að klára plöt­una sína sem kem­ur út í London og á Íslandi á þann 23. júní næst kom­andi.

Í vik­unni voru blaðamenn frá Sunday Times og The Daily Tel­egraph gest­ir í hljóðver­inu þar sem upp­tök­urn­ar fara fram en Garðar er til­nefnd­ur til sí­gildu tón­list­ar­verðlaun­anna fyr­ir plötu árs­ins.


Verðlauna­af­hend­ing­in mun fara fram í Royal Al­bert Hall fimmtu­dag­inn 8. maí næst kom­andi og er mik­ill áhugi hjá bresk­um fjöl­miðlum fyr­ir Garðari og nýju plöt­unni hans.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir