Garðar Thor syngur fyrir Vogue

Garðar Thor mun syngja í afmælisveislu Vogue.
Garðar Thor mun syngja í afmælisveislu Vogue.

Tenórsöngvarinn Garðar Thór Cortes fór til Parísar á föstudaginn í 
myndatöku fyrir ítalska Vogue tískutímaritið sem verður 40 ára í ár. Blaðið hefur einnig beðið Garðar Thór að syngja á afmælishátíð blaðsins sem haldin verður í Mílanó í júní.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Einari Bárðarsyni, umboðsmanni Garðars verður öllum þekktustu nöfnum tísku, tónlistar, kvikmynda og stjórnmála boðið til veislunnar.

Myndatakan í París var fyrir fjögurra síðna viðtal við Garðar Thór sem á að birtast í júníblaði tímaritsins.

Ljósmyndarinn sem myndaði Garðar í París í gær er hinn svissneski Michel Comte, en mynd eftir hann seldist fyrir tæplega 100.000 dollara á uppboði fyrir skemmstu. Myndin er nektarmynd af Cörlu Bruni eiginkonu Frakklands forseta. Michel er einnig þekktur fyrir að eiga sína eigin svítu á Ritz hótelinu í París.

Á fimmtudagskvöldið var Garðar Thór gestur við frumsýningu Paramount 
Pictures á myndinni The Ironman í Odeon kvikmyndahúsinu við Leicester 
Square.

Garðar hélt til Parísar á föstudagsmorgun er núna kominn aftur til London að klára plötuna sína sem kemur út í London og á Íslandi á þann 23. júní næst komandi.

Í vikunni voru blaðamenn frá Sunday Times og The Daily Telegraph gestir í hljóðverinu þar sem upptökurnar fara fram en Garðar er tilnefndur til sígildu tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins.


Verðlaunaafhendingin mun fara fram í Royal Albert Hall fimmtudaginn 8. maí næst komandi og er mikill áhugi hjá breskum fjölmiðlum fyrir Garðari og nýju plötunni hans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir