Mótmæltu myndinni Fitna

Myndinni Fitna mótmælt
Myndinni Fitna mótmælt Reuters

Þúsund­ir kvenna í Pak­ist­an mót­mæltu í dag sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Fitna sem hol­lenski hægrimaður­inn Geert Wilders hef­ur gert um íslam.  Mynd­in, sem er fimmtán mín­út­ur að lengd, sýn­ir að sögn Wilders íslam sem „óvin frels­is­ins” og hafa mús­lím­ar  víða um heim mót­mælt sýn­ingu henn­ar en hún var sett á netið í síðasta mánuði.

„Mynd­in fjall­ar ekki beint um mús­líma held­ur frem­ur um Kór­an­inn og íslam. Það er grund­vall­ar­hug­mynd íslam að eyða því sem okk­ur er kær­ast, þ.e. frelsi okk­ar,” seg­ir hann. „Fitna er síðasta viðvör­un vest­ur­landa. Bar­átt­an fyr­ir frels­inu er rétt að byrja," sagði Wilder áður en mynd­in var sýnd.

Yfir fjög­ur þúsund kon­ur tóku þátt í mót­mæl­un­um í borg­inni Karachi en þær mót­mæltu ekki bara sýn­ingu mynd­ar­inn­ar held­ur einnig birt­ingu skop­mynda af Múhameð spá­manni í dönsk­um fjöl­miðlum. Kröfðust kon­urn­ar þess að sendi­herr­um Dan­merk­ur og Hol­lands yrði vísað úr landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason