Mótmæltu myndinni Fitna

Myndinni Fitna mótmælt
Myndinni Fitna mótmælt Reuters

Þúsundir kvenna í Pakistan mótmæltu í dag sýningu kvikmyndarinnar Fitna sem hollenski hægrimaðurinn Geert Wilders hefur gert um íslam.  Myndin, sem er fimmtán mínútur að lengd, sýnir að sögn Wilders íslam sem „óvin frelsisins” og hafa múslímar  víða um heim mótmælt sýningu hennar en hún var sett á netið í síðasta mánuði.

„Myndin fjallar ekki beint um múslíma heldur fremur um Kóraninn og íslam. Það er grundvallarhugmynd íslam að eyða því sem okkur er kærast, þ.e. frelsi okkar,” segir hann. „Fitna er síðasta viðvörun vesturlanda. Baráttan fyrir frelsinu er rétt að byrja," sagði Wilder áður en myndin var sýnd.

Yfir fjögur þúsund konur tóku þátt í mótmælunum í borginni Karachi en þær mótmæltu ekki bara sýningu myndarinnar heldur einnig birtingu skopmynda af Múhameð spámanni í dönskum fjölmiðlum. Kröfðust konurnar þess að sendiherrum Danmerkur og Hollands yrði vísað úr landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar