Tubba er heimsvön beagle-tík

Ásgeir Ingvarsson og Tubba
Ásgeir Ingvarsson og Tubba mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir ungan aldur hefur beagle-tíkin Tubba ferðast um langan veg. Hún er bara eins árs en er hingað komin alla leið frá Buenos Aires í Argentínu, með viðkomu í Perú og New York.

Eigandi hennar er Ásgeir Ingvarsson og heillaðist hann af hundamenningunni í Buenos Aires sem hann segir talsvert lengra á veg komna en hérlenda hundamenningu.

„Ég var í námi í Buenos Aires,“ segir Ásgeir. „Þar er ekki hægt að þverfóta fyrir hundum,

sem „atvinnulabbarar“ eru með á götunum,“ bætir hann við og segir að hann hafi fljótlega freistast til að kíkja á smáauglýsingasíðu þar sem hann rambaði á tíkina Tubbu til sölu. Ferðalagið gekk ljúflega fyrir sig og Tubba lét sér vel líka að fljúga milli staða örugg í búrinu sínu í farangursrýminu.

Ásgeir segir ástæðuna fyrir þessu margbrotna ferðalagi hafa að hluta til verið að hann hafi viljað brjóta upp langt ferðalagið svo það yrði ekki of erfitt fyrir Tubbu. Eina skilyrðið fyrir því að ferðast með hund milli staða eins og hann gerði er að öll vottorð séu í lagi og hundurinn sé laus við flær og slíkt. Það er ekki fyrr en til Íslands er komið sem einhver hindrun verður á vegi ferðaglaðra hunda. „Hún var í einn mánuð í einangruninni, í ágætu yfirlæti, að því er virðist vera, en hennar var ofboðslega sárt saknað. Þetta lagðist ábyggilega mun þyngra á mig en hana,“ segir Ásgeir og strýkur Tubbu sinni mjúklega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar