Gamanmyndin Baby Mama var vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina en alls skilaði hún 18,3 milljónum dala í kassann. Gamanmyndin Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay var önnur vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum en hún skilaði 14,6 milljónum dala í miðasölu um helgina. Í þriðja sæti listans er einnig gamanmynd, The Forbidden Kingdom.
1. „Baby Mama" 18,3 milljónir dala
2. „Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay" 14,6 milljónir dala
3. „The Forbidden Kingdom" 11,2 milljónir dala
4. „Forgetting Sarah Marshall" 11 milljónir dala
5. „Nim's Island" 4,5 milljónir dala
6. „Prom Night" 4,4 milljónir dala
7. „21" 4 milljónir dala
8. „88 Minutes" 3,6 milljónir dala
9. „Dr. Seuss' Horton Hears a Who!" 2,4 milljónir dala
10. „Deception" 2,2 milljónir dala.