Baggalútur með nýja skífu

Baggalútur sendir frá sér nýtt lag af nýrri plötu sem …
Baggalútur sendir frá sér nýtt lag af nýrri plötu sem er væntanleg í haust. Mynd fengin af vef Baggalúts.

Hljómsveitin Baggalútur vinnur um þessar mundir að gerð sinnar
 fjórðu breiðskífu í fullri lengd. Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að það kveði við nýjan og dansvænan og jafnframt hressandi tón á nýju skífunni.

Í tilkynningunni segir að þessi tónn sé: „nokkuð fjarri þeirri einfeldningslegu og auðgleymdu sveitatónlist sem einkennt hefur útgáfu hljómsveitarinnar að mestu hingað til.

 Hverskyns strengja- og blásturshljóðfæri eru áberandi á skífunni,
 jafnt úr tré sem málmum og gefa þau tónlistinni hljóm sem aldrei áður
 hefur heyrst hér landi. Eða sjaldan, að minnsta kosti. Er dagljóst að
 hér verður um mikið tímamótaverk að ræða, sem lifa mun með þjóðinni um
 aldir. Ef ekki lengur.

 Skífan kemur fullsköpuð fyrir almenningssjónir á hausti komandi, en
 þangað til verða sendir út fáeinir smellir til að ylja landsmönnum í
 mestu sumarkuldunum. Fyrsta áheyrnarprufan er smáskífa með laginu
 „Kósíkvöld í kvöld" eftir Braga Valdimar Skúlason. Lagið þykir afar
 líklegt til vinsælda, enda laufléttleikandi og ægigrípandi poppdúett –
 einskonar óður til karlmannlegrar vináttu, sem er meðlimum
 sveitarinnar afar hugleikin nú sem fyrr.

 Nánari upplýsingar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka