Baggalútur með nýja skífu

Baggalútur sendir frá sér nýtt lag af nýrri plötu sem …
Baggalútur sendir frá sér nýtt lag af nýrri plötu sem er væntanleg í haust. Mynd fengin af vef Baggalúts.

Hljóm­sveit­in Baggal­út­ur vinn­ur um þess­ar mund­ir að gerð sinn­ar
 fjórðu breiðskífu í fullri lengd. Í til­kynn­ingu frá hljóm­sveit­inni seg­ir að það kveði við nýj­an og dansvæn­an og jafn­framt hress­andi tón á nýju skíf­unni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að þessi tónn sé: „nokkuð fjarri þeirri ein­feldn­ings­legu og auðgleymdu sveita­tónlist sem ein­kennt hef­ur út­gáfu hljóm­sveit­ar­inn­ar að mestu hingað til.

 Hverskyns strengja- og blást­urs­hljóðfæri eru áber­andi á skíf­unni,
 jafnt úr tré sem málm­um og gefa þau tón­list­inni hljóm sem aldrei áður
 hef­ur heyrst hér landi. Eða sjald­an, að minnsta kosti. Er dag­ljóst að
 hér verður um mikið tíma­móta­verk að ræða, sem lifa mun með þjóðinni um
 ald­ir. Ef ekki leng­ur.

 Skíf­an kem­ur fullsköpuð fyr­ir al­menn­ings­sjón­ir á hausti kom­andi, en
 þangað til verða send­ir út fá­ein­ir smell­ir til að ylja lands­mönn­um í
 mestu su­markuld­un­um. Fyrsta áheyrn­ar­pruf­an er smá­skífa með lag­inu
 „Kós­í­kvöld í kvöld" eft­ir Braga Valdi­mar Skúla­son. Lagið þykir afar
 lík­legt til vin­sælda, enda lauflétt­leik­andi og ægig­ríp­andi popp­dú­ett –
 einskon­ar óður til karl­mann­legr­ar vináttu, sem er meðlim­um
 sveit­ar­inn­ar afar hug­leik­in nú sem fyrr.

 Nán­ari upp­lýs­ing­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka