Fær Cruise aftur í þáttinn

Tom Cruise og Katie Holmes
Tom Cruise og Katie Holmes Reuters

Þegar Tom Cruise kom síðast fram í þætti Opruh Winfrey hagaði hann sér vægast sagt undarlega, hoppaði í sófanum, æpti ástarjátningar til Katie Holmes út í loftið og endaði á því að hlaupa baksviðs og teyma hana fram. Framkoma hans í þættinum hefur haft mjög slæm áhrif á orðspor hans og atvinnuhorfur sem leikara. Nú hefur honum verið boðið að koma aftur í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Risky Business þar sem Cruise sló í gegn í fyrsta sinn.

Í þættinum verða sýnd myndbönd sem vinir Cruise hafa gert honum til heiðurs á þessum tímamótum. Athygli vekur að viðtalið mun fara fram á heimili Cruise-hjónanna í Colorado, en ekki í sjónvarpssal. Oprah Winfrey hefur sennilega lært það af reynslunni að hleypa honum ekki nálægt sófanum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka