Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, fær lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í gamanóperunni Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, sem sýnd var tvívegis í Metropolitan óperunni í New York á laugardag.
AP fréttastofan fjallar m.a. um sýninguna og segir m.a. að Mozart hafi gefið bassasöngvaranum, sem syngur hlutverk Osmins í óperunni besta gamanleikjaefniviðinn til að moða úr. Kristinn hafi sýnt mikla persónutöfra og eldmóð í hlutverkinu og smellt svipu sinni með tilþrifum þegar hann stikaði um sviðið. Drynjandi rödd hans hafi fyllt með ágætum upp í hlutverkið þótt honum hafi ekki alveg tekist að finna hinar ótrúlegu lágu nótur sem Mozart fór fram á.
Heimasíða Metropolitan óperunnar