Kutcher er illa við skartgripi og ilmvötn

Ashton Kutcher.
Ashton Kutcher. Reuters

Leikaranum Ashton Kutcher er illa við það þegar eiginkona hans Demi Moore notar ilmvatn og skartgripi.  

Kutcher veitir eiginkonu sinni áminningu ef hún óhlýðnast. “Finni ég lykt af ilmvatni og við erum ekki að kela, þá er hún að nota of mikið af því,” sagði leikarinn. Hann bætti við að sér fyndist að konur sem notast við mikið af skartgripum líta ekki út fyrir að eiga mikið af peningum. Þær líta út fyrir að vera duglegar að eyða annarra manna peningum.  

Einnig fer það í taugarnar á Kutcher ef eiginkonan klæðist buxum. Það er ekki nógu kvenlegt að hans mati. “Ég kalla þetta Hillary Clinton útlitið. Hún myndi líta betur út ef hún færi úr buxnadragtinni og myndi líkja eftir Jackie Kennedy,” sagði Kutcher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar