Winehouse með nýjan kærasta

Amy Winehouse með eiginmanni sínum Blake Fielder-Civil
Amy Winehouse með eiginmanni sínum Blake Fielder-Civil Reuters

Endalausar fréttir berast af vandræðaganginum á Amy Winehouse. Nýjustu tíðindin eru þau að hún sé búin að ná sér í kærasta, en eiginmaður hennar Blake Civil-Fielder situr nú í fangelsi.

Nýi kærastinn heitir Alex Hayes og er aðstoðarmaður umboðsmannsins hennar. Vinir hennar segja að þau séu mjög ástfangin. „Það er léttir að þetta sé loksins farið að spyrjast út og það styðja allir þau fullkomlega. Hann er góður strákur, reykir ekki, neytir ekki eiturlyfja og drekkur í hófi. Amy er mjög hrifin af honum,“ hafði dagblaðið The Sun eftir ónefndum heimildamanni, sem sagði þau hafa byrjað saman fyrir mánuði.

Winehouse hefur reynt að halda sambandinu leyndu fyrir manni sínum því hún er hrædd um að hann skaði sjálfan sig í fangelsinu. Fregnir herma að hún hafi heimsótt hann til þess að slíta sambandinu og leiti nú ráðgjafar um það hvernig hún getur tryggt auðæfi sín gagnvart honum þegar formlegur skilnaður gengur í gegn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar