Ekið á hund Danadrottningar

Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. Reuters

Ein helsta frétt danskra fréttavefja nú síðdegis er, að ekið var á Helike, tveggja ára gamla tík Margrétar Danadrottningar, í dag. Slysið varð í Fredensborg þar sem konungsfjölskyldan á höll. Ekki hafa hins vegar borist upplýsingar um það hver olli slysinu.

Helike var flutt á dýraspítalann í Kaupmannahöfn og er haft eftir talsmanni konungsfjölskyldunnar, að hundurinn sé þungt haldinn.

Margrét fékk hundinn í afmælisgjöf árið 2006. Helike heitir eftir grískri gyðju, sem var ein af þremur barnfóstrum Seifs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir