Mel Gibson stígur loksins fyrir framan myndavélina en hann hefur ekki leikið í mynd síðan árið 2003.
Síðasta aðalhlutverk hjá Gibson var í myndinni “Signs” frá árinu 2002 og svo lék hann aukahlutverk í myndinni “The Singing Detective” árið 2003. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum síðan en hann leikstýrði myndinni “The Passion of the Christ” árið 2004 og “Apocalypto” árið 2006.