Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur

David Blaine.
David Blaine. AP

Töframaðurinn David Blaine setti í dag nýtt met þegar hann hélt niðri í sér andanum í 17 mínútur og 4 sekúndur. Metið var sett í beinni útsendingu sjónvarpsþáttar Oprah Winfrey en Blaine var í vatnsfylltri kúlu á meðan hann setti metið.

Blaine virtist rólegur á eftir og sagðist hafa dreymt um það alla ævi að setja þetta met. Fyrra metið var 16 mínútur og 32 sekúndur, sett af Svisslendingnum Peter Colat í febrúar. 

Áður en Blaine fór inn í kúluna andaði hann að sér hreinu súrefni til að metta blóð sitt með súrefni og draga úr koldíoxíði.

Blaine hefur áður dvalið í kistu grafinni í jörð í viku og í glerbúri við Tamesá í Lundúnum í rúman mánuð. Þá dvaldi hann einnig eitt sinn í ísmola í 63 stundir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir