Beckham á afmæli í dag

Beckham er 33 ára gamall í dag
Beckham er 33 ára gamall í dag Reuters.

Knattspyrnugoðið David Beckham á afmæli í dag og er kappinn orðinn 33 ára gamall. Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum IMDB.

Beckham hefur átt á brattann að sækja síðan hann flutti með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna og hóf feril sinn með knattspyrnufélaginu Los Angeles Galaxy. Meiðsli hafa hrjáð hann undanfarin ár en nýlega hefur hann verið að gera það gott með liðinu og gömlu taktarnir farnir að sýna sig. Þrátt fyrir háan fótboltaaldur virðist Beckham eiga nóg eftir.

Nokkrar fróðleiksmolar í tilefni dagsins:

Söngvarinn Elton John er guðfaðir Brooklyns og Rómeós sona Beckhams.

Elizabeth Hurley er guðmóðir Brooklyns og Rómeós.

Beckham er mjög hræddur við fugla.

Beckham notar nýtt skópar fyrir hvern leik að verðmæti 20.000 króna.

Beckham er eini maðurinn (sem vitað er um) sem Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hefur sparkað fótboltaskó í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar