Brúðkaupsveislan endaði með slagsmálum

Brúðhjón, sem m.a. skemmdu hljóðfæri hljómsveitarinnar sem lék í brúðkaupsveislunni, hafa játað á sig sakir og samþykkt að greiða skaðabætur. 

Brúðkaupsveislan var haldin í Port Chester í New York í byrjun apríl. Vandræðin hófust þegar brúðurin var ósátt við lagaval hljómsveitarinnar og skeytti skapi sínu á hljóðnema og bongótrommum. Lögreglan var kvödd til og handtók konuna og sömuleiðis brúðgumann og 21 árs gamla dóttur þeirra, sem reyndu að hindra lögregluna í störfum sínum. Á endanum þurfti lögreglan að beita rafstuðbyssum til að yfirbuga fjölskylduna.

Brúðurin sat í sex daga í fangelsi vegna málsins og hefur nú verið dæmd til í viku fangelsi og til að greiða sektir og bætur. Feðginin hafa einnig játað á sig sakir.

Brúðhjónin giftu sig hjá dómara árið 1986 en þótti tímabært að innsigla gott hjónaband í kirkju nú í vor.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir