Fjölmiðlar „halda leikurum í skápnum“

Alan Cumming.
Alan Cumming. Reuters

Afstaða fjölmiðla til samkynhneigðar veldur því að fjöldi samkynhneigðra leikara þorir ekki að koma út úr skápnum, segir leikarinn Alan Cumming.

Cumming hefur m.a. leikið í myndunum um X-Men. Hann segir leikarana ekki þora að viðurkenna samkynhneigð vegna þess að fjölmiðlar láti í veðri vaka að hún sé umdeild.

„Ég held að fólki sem fer í bíó sé nokk sama - fjölmiðlar gera meira úr þessu og láta eins og þetta sé umdeilt.“

Andstöðu við samkynhneigð sé víða að finna í heiminum - „og svo sannarlega í Hollywood,“ sagði Cumming við BBC.

Fáir leikarar hafi opinberlega lýst sig homma eða lesbíur, og bendi það til þess að ekki sé allt með felldu í þessum efnum.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir