Horfði 780 þúsund sinnum á klám í vinnunni

Japanskur ríkisstarfsmaður var lækkaður í tign eftir að í ljós kom að hann hafði farið 780 þúsund sinnum inn á netklámsíður í vinnunni á níu mánaða tímabili.

Maðurinn starfar hjá héraðsstjórninni í Kinokawa í vesturhluta Japans og það var greinilega frekar lítið að gera hjá honum í vinnunni frá því í júní á síðasta ári fram til febrúar í ár. Þeim mun meira var að gera hjá vinnufélögum hans, sem sögðust ekki hafa tekið eftir því hvað hann var að aðhafast. 

Upp komst um manninn eftir að tölvuveira komst inn í tölvuna hans. Í kjölfarið var netnotkun mannsins skoðuð.

Laun mannsins voru lækkuð um 20 þúsund jen á mánuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir