Japanskur ríkisstarfsmaður var lækkaður í tign eftir að í ljós kom að hann hafði farið 780 þúsund sinnum inn á netklámsíður í vinnunni á níu mánaða tímabili.
Maðurinn starfar hjá héraðsstjórninni í Kinokawa í vesturhluta Japans og það var greinilega frekar lítið að gera hjá honum í vinnunni frá því í júní á síðasta ári fram til febrúar í ár. Þeim mun meira var að gera hjá vinnufélögum hans, sem sögðust ekki hafa tekið eftir því hvað hann var að aðhafast.
Upp komst um manninn eftir að tölvuveira komst inn í tölvuna hans. Í kjölfarið var netnotkun mannsins skoðuð.
Laun mannsins voru lækkuð um 20 þúsund jen á mánuði.