Tjáir sig ekki um Barböru Walters

Barbara Walters og Oprah Winfrey
Barbara Walters og Oprah Winfrey AP

Öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi Edward Brooke neitaði í dag að tjá sig um hvort hann hafi átt í ástarsambandi við sjónvarpskonuna Barböru Walters á áttunda áratugnum. Walters greindi frá ástarsambandinu í spjallþætti Oprah Winfrey sem sýna á vestanhafs næstkomandi þriðjudag.

„Ég hef haft það að leiðarljósi allt mitt líf að ræða ekki um mig persónulega eða einkalíf, með þeirri undantekningu sem fram kemur í nýlegri ævisögu minni, Bridging the Divide: My Life," sagði hann í símaviðtali við AP fréttastofuna.

Ekkert er minnst á ástarsamband hans og Walters í bókinni sem kom út árið 2006. Edward Brooke var fyrsti svarti maðurinn til að ná kjöri í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann er nú 88 ára að aldri en Walters er 78 ára.

Bæði Brooke og Walters gættu þess að halda sambandinu vandlega leyndu, enda óttuðust þau að það myndi eyðileggja starfsframa þeirra beggja ef kæmist upp um þau, samkvæmt því sem Walters sagði í viðtalinu við Winfrey. Walters er í viðtalinu að kynna sjálfsævisögu sína sem ber titilinn Audition. Þar segir hún bæði af starfsframa sínum og einkalífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar