Margir skoðuðu eyfirsku söfnin

mbl.is/Alma Skaptadóttir

Þetta er annað árið í röð sem söfn við fjörðinn taka sig saman og halda Eyfirskan safnadag. Að þessu sinni var áhersla lögð á að kynna innri starfsemi þeirra - hvað þar færi fram þegar ekki væri opið. 

Fjöldi fólks þáði heimboð safnanna og margir nýttu sér ókeypis rútuferðir frá Akureyri á Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit og söfnin út með firði. Þá fór hópur fólks til Hríseyjar og skoðaði hús Hákarla-Jörundar og Holt - hús Öldu Halldórsdóttur.

Í dag gafst gestum meðal annars tækifæri á því að láta greina gersemar úr fórum sínum í Minjasafninu á Akureyri, á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík var hægt að fylgjast með hvernig safnmunir eru skráðir og í Gamla bænum Laufási var kynning og sýnikennsla á torfhleðslu en torfbær krefst mikils viðhalds og þá gildir að hafa handverkið í lagi. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði unnu bátasmiðir að safnkostinum í Bátahúsinu, safn viðtala við iðnverkafólk var kynnt á Iðnaðarsafninu og á Safnasafninu á Svalbarðseyri var safnastefna þess einstaka safns kynnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach