Margir skoðuðu eyfirsku söfnin

mbl.is/Alma Skaptadóttir

Þetta er annað árið í röð sem söfn við fjörðinn taka sig saman og halda Eyfirskan safnadag. Að þessu sinni var áhersla lögð á að kynna innri starfsemi þeirra - hvað þar færi fram þegar ekki væri opið. 

Fjöldi fólks þáði heimboð safnanna og margir nýttu sér ókeypis rútuferðir frá Akureyri á Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit og söfnin út með firði. Þá fór hópur fólks til Hríseyjar og skoðaði hús Hákarla-Jörundar og Holt - hús Öldu Halldórsdóttur.

Í dag gafst gestum meðal annars tækifæri á því að láta greina gersemar úr fórum sínum í Minjasafninu á Akureyri, á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík var hægt að fylgjast með hvernig safnmunir eru skráðir og í Gamla bænum Laufási var kynning og sýnikennsla á torfhleðslu en torfbær krefst mikils viðhalds og þá gildir að hafa handverkið í lagi. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði unnu bátasmiðir að safnkostinum í Bátahúsinu, safn viðtala við iðnverkafólk var kynnt á Iðnaðarsafninu og á Safnasafninu á Svalbarðseyri var safnastefna þess einstaka safns kynnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir