Winehouse hættir við upptökur á titillagi Bond-myndar

Amy og Mark Ronson spila á Brit-verðlaunahátíðinni.
Amy og Mark Ronson spila á Brit-verðlaunahátíðinni. Reuters

Amy Winehouse og framleiðandi hennar, Mark Ronson, hafa hætt við fyrirhugaða upptöku á flutningin hennar á titillagi nýju James Bond myndarinnar, því að Amy er óvinnufær.

Ronson segir að Amy sé „ekki í ástandi til að taka upp tónlist.“ Kveðst hann byrjaður á að taka upp lagið fyrir Bond myndina, Quantum of Solace, en það þurfi „vísindalegt kraftaverk“ til að hægt verði að ljúka upptökunni.

Amy hefur sem kunnugt er átt í erfiðleikum undanfarið vegna fíkniefnaneyslu, og lent í útistöðum við lögreglu og eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, sem situr í fangelsi.

Í síðustu viku fékk Amy formlega áminningu frá lögreglunni eftir að hún lenti í ryskingum við tvo menn er hún var úti að skemmta sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup