Eyþór Ingi Gunnlaugsson, rokksöngvari frá Dalvík, á framtíðina fyrir sér

Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem sigraði í Bandinu hans Bubba.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem sigraði í Bandinu hans Bubba. Friðrik Tryggvason

„Það er mikill skilningur á mínum þörfum, bæði hjá Bubba Morthens, umboðsmanni mínum, Palla í Prime, og öðrum sem að þessu koma. Markmið mitt er að sanna mig sem tónlistarmaður og sýna að ég geti eitthvað annað en tekið þátt í keppnum. Það er ekki búið að setja upp eldfast mót sem ég passa inn í enda er lykilatriði í mínum huga að laga hlutina að mér en ekki mig að hlutunum. Þannig á það að vera.“

Þetta segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, átján ára Dalvíkingur, sem sigraði með glæsibrag í Bandinu hans Bubba á Stöð 2 fyrir skemmstu.

Enda þótt Eyþóri Inga liggi ekkert á gerir hann sér líka grein fyrir því að ekki er gott að bíða of lengi. „Ég vil gefa mér tíma til að þróa minn stíl en á sama tíma ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hverfa ekki af sjónarsviðinu. Ég vil síður enda inni á einhverri skrifstofu eftir nokkur ár. Ég er kominn með vandaða skóflu í hendurnar og nú er bara að halda áfram að moka.“

Líf Eyþórs Inga hefur alla tíð hverfst um söng og leiklist og þegar hann er spurður um önnur áhugamál vefst honum tunga um tönn. „Það er ekkert annað. Ég hef engan áhuga á íþróttum og veit ekkert um bíla. Tónlistin er mínar ær og kýr. Ég hugsa um hana öllum stundum,“ segir hann eftir nokkra umhugsun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir