Lögreglumynd af Lohan notuð í auglýsingu

Lögreglumyndin af Lohan sem birtist í auglýsingunni.
Lögreglumyndin af Lohan sem birtist í auglýsingunni.

Mynd sem lögreglan tók af Lindsay Lohan eftir að hún var tekin fyrir ölvun við akstur í Los Angeles í fyrra birtist í heilsíðuauglýsingu bandarísku dagblaði fyrir helgina, en þar auglýsa samtök veitingamanna og áfengissala.

Samtökin berjast gegn lögleiðingu nýrrar tækni sem ætlað er að koma í veg fyrir að ölvað fólk geti startað bílum. Segja þau að með þessari tæki yrði mörgum gert erfitt um vik að neyta áfengis í hófi, eins og til dæmis að fá sér vín með mat, áður en bifreið er ekið.

Í auglýsingunni er texti sem segir að þessi tækni væri góð fyrir Lohan, en slæm fyrir flesta aðra.

Lögmaður Lohans sagði að hún væri eindregið fylgjandi þessari nýju tækni, og að það væri ábyrgðarleysi að gefa í skyn að í Bandaríkjunum væri einhverskonar hefð fyrir því að aka mætti bíl eftir að víns hafi verið neytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup