Spears hefur tapað háum fjárhæðum

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Söngkonan Britney Spears mun hafa tapað um 61 milljón dala, eða um fjórum og hálfum milljarði króna í veikindum sínum og vandræðum á rúmlega einu ári. Faðir hannar tók nýlega yfir öll hennar fjármál og komst þá að þessu gríðarlega tapi og eyðslu.

Heimildarmaður sem stendur nærri Spears-fjölskyldunni segir það með ólíkindum hve miklu fé hafi verið eytt síðan í febrúar 2007. Á þessum tíma tapaði Spears forræði yfir börnum þeirra Kevin Federline og lagðist inn á geðdeild, til að ná áttum í veikindum sínum. Stór hluti kostnaðarins hefur runnið til lögmanna í forræðisdeilunni og í umönnun á sjúkrastofnunum.

Samkvæmt In Touch-tímaritinu, áætlar sjálfstæður endurskoðandi að Britney Spears hafi ennfremur orðið af mögulegum 50 milljónum dala í tekjur, með því að hætta við tónleikaferðalag til að kynna plötuna Blackout.

Fullyrt er að faðir Spears hafi tekið fjármálin föstum tökum og eyðslan sé nú aðeins um fimmtungur þess sem var þegar verst lét. Þá mun Spears vera að vonast til að geta ýtt forræðisdeilunni til hliðar og eytt mæðradeginum með sonunum tveimur, Sean Preston og Jayden James. Óvíst er þó hvað Federline segir við því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir