Ronaldo: „Skammast mín hroðalega“

Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo sagði í dag að hann skammaðist sín hroðalega vegna stefnumóts við þrjá klæðskiptinga í síðustu viku, og telur það hafa sett á sig mark fyrir lífstíð.

„Ég er búinn að gráta mikið. Ég skammaðist mín hroðalega,“ sagði Ronaldo í viðtali við TV Globo sem sýnt var í dag.

„Ég hagaði mér heimskulega í einkalífinu, og það mun setja mark sitt á feril minn um ókomna tíð, en ég verð að bæta fyrir það.“

„Þetta er eins og að heimili mitt hafi eyðilagst í fellibyl ... öllum verða á mistök, og mér urðu á mistök.“

Ronaldo brá illilega þegar hann komst að raun um að þrjár vændiskonur sem hann hafði fengið til lags við sig voru karlmenn.

Hann harðneitar að hafa haft kynferðisleg samskipti við klæðskiptingana, og þvertekur að auki fyrir að vera samkynhneigður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir