Allt í lagi að bíða

Leikkonan Sarah Jessica Parker segist ekki erfa það við Kim Cattrall meðleikkonu sína úr Sex and the City að hafa neitað árum saman að gera mynd eftir þáttaröðinni vinsælu. Ástæðan fyrir því að Cattrall var svo treg til þess að ráðast í gerð myndar í fullri lengd mun hafa verið sú að hún var ósátt við þau launakjör sem henni buðust.

„Ef ég hefði á annað borð eitthvað blandað mér í málið á sínum tíma þá hefði ég lýst þeirri skoðun minni að hún hefði fullan rétt til þess að neita því tilboði sem henni var gert,“ sagði Parker í viðtali við tímaritið New York. „Kannski fann Kim það á sér að við myndum gera miklu betri mynd ef við biðum í nokkur ár.“

Í viðtalinu neitaði leikkonan því jafnframt að persóna hennar í Sex and the City, Carrie Bradshaw, laðaðist helst að kærastanum, sem gengur undir nafninu Mr. Big, vegna þess að hann væri vellauðugur. „Ég held að þau séu ekki saman á þeim forsendum, henni myndi ekki detta í hug að taka við peningum frá karlmanni. Hún er hrifin af honum vegna þess að honum er sama þótt hún sé sjúk í skó.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup