Annað sætið svíður enn

Sir Cliff Richard myndi gjarnan vilja taka við Eurovision titlinum …
Sir Cliff Richard myndi gjarnan vilja taka við Eurovision titlinum frá 1968. Reuters

Cliff Richard segir í samtali við breska blaðið The Guardian að það hafi alla tíð hvílt á sér sem mara að hafa einungis lent í öðru sæti með lagið sitt Congratulations fyrir 40 árum.

Sir Cliff sagði í gær að það væri ánægjulegt ef hann yrði krýndur sigurvegari. „Ég hef þurft að lifa við þetta annað sæti í svo mörg ár, það væri dásamlegt ef einhver opinber starfsmaður keppninnar myndi snúa sér að mér og segja að Cliff hafi í raun unnið eftir allt saman," sagði Sir Cliff við Guardian.

Spænsk heimildarmynd hefur leitt í ljós að einræðisherrann Francisco Franco beitti mútum til að tryggja sigur spænska lagsins La La La sem söngkonan Massiel flutti fyrir hönd Spánar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir 40 árum.

„Ef þeir myndu segjast trúa því að það sé sannað mál að ég sé sigurvegarinn þá myndi ekki finnast hamingjusamari manneskja á þessari plánetu," sagði Sir Cliff.

Hann minntist keppninnar sem haldin var í Royal Albert Hall í London og sagði að það væri aldrei góð tilfinning að tapa. „Ég sagði við strákana í hljómsveitinni að það myndu 400 milljónir horfa og að þetta yrði gríðarleg kynning fyrir lagið okkar. Og það var það, ég held að við höfum selt um milljón smáskífur með því. En við vildum í raun og veru sigra," sagði Sir Cliff sem er á tónleikaferð um Þýskaland.

Spænski kvikmyndaleikstjórinn Montse Fernandez Vila sem hefur gert myndina 1968: Ég  lifði hinn spænska maí segir að Franco hafi verið staðráðinn í að vinna söngvakeppnina til að kynna land og þjóð og því hafi hann sent spillta sjónvarpsstjórnendur út um alla Evrópu til að kaupa sjónvarpsefni sem hann hugðist aldrei nota.

Þeir samningar voru í raun mútur samkvæmt samsæriskenningu kvikmyndagerðarmannsins. Fréttaskýrendur á The Guardian telja mögulegt að Franco hafi gert tilraun til að hafa áhrif á kosninguna en trúlegri skýring á sigrinum sé að viku fyrir keppnina kom spænska söngkonan fram í vinsælum skemmtiþætti í Þýskalandi.

Að sögn Guardian voru það atkvæði þýskra áhorfenda sem tryggðu Spáni sigurinn 1968.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir