Britney fær aukinn umgengnisrétt

Britney Spears fékk í dag aukinn umgengnisrétt við syni sína tvo, en faðir þeirra, Kevin Federline, mun áfram hafa fullt forræði, að sögn lögmanns Federlines að loknu réttarhaldi sem fram fór fyrir luktum dyrum í Los Angeles í dag.

Lögmaðurinn sagði að í auknum umgengnisrétti Britneyjar fælist viðurkenning á því að hún hefði tekið framförum.

Fréttamönnum var meinað að fylgjast með réttarhöldunum. Óvenju rólegt var við dómshúsið er Britney kom þangað í fylgd foreldra sinna, lögmanna og fleiri, miðað við atganginn í aðdáendum hennar, fréttamönnum og ljósmyndurum, sem einkennt hefur fyrri komur hennar í dómssalinn.

Britney kemur til réttarins í dag.
Britney kemur til réttarins í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar