Hilmir Snær og Benedikt ríða í bæinn

Benedikt Erlingsson vill minna á menningararfleið gömlu hestaréttarinnar í Þingholtunum.
Benedikt Erlingsson vill minna á menningararfleið gömlu hestaréttarinnar í Þingholtunum. mbl.is/Golli

Í tilefni af 100 ára afmæli hestaréttar Thor Jensens að baki
Fríkirkjuvegi 11 hyggjast tveir þjóðfrægir leikarar og hestamenn ríða hestum sínum í bæinn og æja dagpart í hinni  fornu hestarétt sem Thor Jensen reisti fyrir 100 árum.

Leikararnir Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason vilja þannig vekja athygli á þessu gamla búsetulandslagi í hjarta borgarinnar sem verður 100 ára nú í sumar.

Í fréttatilkynningu sem þeir sendu frá sér segir:
„En einnig viljum við vekja athygli á þeim lífsgæðum sem þetta svæði 
hefur veitt kynslóðum barna í Þingholtunum.

Hestaréttin sem í daglegu tali hefur verið kölluð Litli Halló hefur
veitt  sjaldgæfa möguleika á  athafnafrelsi  til handa ungmennum og 
börnum í miðborginni.
Litli Halló hefur því verið vinsæll leikvöllur fyrir fjölbreytt starf 
barna með tilheyrandi hrópum og köllum, kofa smíði og boltaleikjum.

Í tilefni af sölu Reykjavíkurborgar á Fríkirkjuvegi 11 viljum við 
minna borgarfulltrúa á að tryggja áfram þannig aðgang að 
hestaréttinni og að starfsemi nýs eiganda taka tillit til 
barnamenningarinnar í hverfinu.

Við undirritaðir munum halda af stað ofan úr hestahúsahverfinu í 
Gusti í Kópavogi um kl  11 og  ríða sem leið liggur til sjávar og svo 
eftir ströndinni fyrir Kópavog og Fossvog og með suðurhlíðum 
Öskjuhlíðar sunnan Valsheimilisins og yfir Hringbraut á móts við 
Hljómskálagarðinn og þaðan inn í Hallargarð.
Við reiknum með að vera komnir í hestaréttina kl 13 00 og viljum 
gjarnan standa fyrir máli okkar þar á meðan við beitum hrossunum á 
nýgræðinginn."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen