Leikarar Beverly Hills 90210 áhugasamir um framhald

Tori Spelling með fyrrum eiginmanni sínum Charlie Shanian
Tori Spelling með fyrrum eiginmanni sínum Charlie Shanian Reuters

Jason Priestley , sem fór með eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 hefur lýst því yfir að hann sé opinn fyrir því að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum sem byggðir verði á þeim. Aðrar helstu stjörnur þáttanna hafa einnig lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu. 

„Það hefur enginn haft samband við mig en ef þetta er það rétta þá hef ég sannarlega áhuga. Ég elskaði að vinna við þættina. Ég elskaði allt sem þeim tengdist. Ég sinnti svo mörgum mismunandi verkum. Það var frábært,” segir Priestley sem að nýlega hefur komið fram í sjónvarpsþáttunum  Without a Trace og Medium

Beverly Hills 90210 naut mikilla vinsælda á árunum 1990 til 2000 en auk Priestly fóru Jennie Garth, Tori Spelling, Luke Perry og Shannon Doherty með stór hlutverk í þáttunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar