Seldi undirfötin sín

Pamela Anderson
Pamela Anderson Getty Images

Ofurskvísan Pamela Anderson þarf nú ekki að þvo gömlu undirfötin því hún er búin að selja þau.   

Gamla „Baywatch“ stjarnan efndi til rýmingarsölu til að losa sig allt dótið sitt í húsi sem hún leigði í Malibú. Þar gátu kaupendur fundið eitt og annað, s.s. brotnar ljósaperur, bleikt æfingartæki sem hjálpar til við að styrkja rassvöðva og ýmis barnaleikföng.  Salan fór fram á bílastæði og biðu aðdáendur Pamelu í margar klukkustundir áður en salan hófst.  

Allur ágóði af sölunni rann til dýraverndunarsamtakanna PETA. Öll salan var fest á filmu og verður sýnd í væntanlegum raunveruleikaþætti Pamelu sem hefur göngu sína í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar