Amy Winehouse handtekin

Söngkonan Amy Winehouse hefur verið handtekin eftir að lögreglu var afhent myndband þar sem á að sjást til hennar neyta fíkniefna. 

Fram kemur á fréttavef BBC að Amy hafi mætt í viðtal í dag hjá lögreglu vegna meintrar fíkniefnavörslu og að hún hafi verið handtekin í kjölfar þess.  Þá kemur fram að hún sé í haldi vegna rannsóknar á myndbandinu, sem var afhent lögreglu í janúar.
 
Myndirnar af Amy reykjandi pípu með meintum fíkniefnum voru auk þess birtar í breska dagblaðinu The Sun.  Talsmaður Amy segir hana hafa farið á lögreglustöðina af fúsum vilja og að hún sé tilbúin til samstarfs við lögreglu. Þá kemur fram að hópur ljósmyndara og myndatökumanna hafi stillt sér upp fyrir framan lögreglustöðina þar sem talið er að Amy sé í yfirheyrslu, og bíði eftir að hún komi út.

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir