Eurobandið gefur sjálft út skífu

Eurobandið fylg­ir for­dæmi Páls Óskars frá síðustu jól­um, að gefa út og halda utan um út­gáfu nýrr­ar plötu sinn­ar sjálf. Friðrik Ómar seg­ir að hann og Regína muni sjálf halda utan um það að dreifa plöt­unni, er ber auðvitað heitið This is my Life, í búðir á föstu­dag. Á laug­ar­dag halda þau svo kveðjupartí fyr­ir yngri kyn­slóðina í Smáralind en þau halda út til Serbíu á mánu­dags­morg­un.

Ákvörðun þeirra að gefa plötu sína út sjálf vek­ur at­hygli af þeirri ástæðu að bæði Friðrik Ómar og Regína hafa verið á mála hjá Senu, stærsta út­gáfu­fé­lagi lands­ins. Slík­um samn­ing­um fylgja oft­ast ákvæði er tryggja út­gáf­unni for­kaups­rétt að hliðar­verk­efn­um lista­manna. Ónafn­greind­ur heim­ildamaður blaðsins seg­ir að sú ákvörðun Eurobands­ins að gefa út sjálf hafi komið Senu í opna skjöldu og þar af leiðandi hafi fyr­ir­tækið sagt upp samn­ingi sín­um við söngv­ar­ana. Útgáfu­stjóri Senu staðfest­ir svo að fyr­ir­tækið hafi slitið samn­ing­um við þau.

„Það er rétt, þau eru ekki leng­ur á mála hjá Senu,“ seg­ir Eiður Arn­ars­son en vildi svo lítið sem ekk­ert tjá sig um málið. „Það varð úr að því sam­starfi var slitið.“

Sena á þó rétt­inn að ís­lenskri út­gáfu sig­ur­lags­ins í Eurovisi­on í ár, en hana er ein­mitt að finna í glæsi­legu fimm diska boxi er fé­lagið er að gefa út sem inni­held­ur 100 þekkt Eurovisi­on-lög, ís­lensk sem er­lend.

„Svona er Ísland í dag,“ seg­ir Friðrik Ómar um nýja plötu Eurobands­ins. „Maður heng­ir upp pla­köt­in sjálf­ur.“

Breiðskífa Eurobands­ins inni­held­ur mörg þeirra laga sem þau Friðrik og Regína hafa troðið upp með eft­ir að sam­starf þeirra hófst. Til dæm­is er þar að finna gam­alt fram­lag Ísra­els er við þekkj­um öll sem A-Ba-Ni-Bi-lagið auk gam­als slag­ara Johnnys Log­ans í dansút­gáfu. Einnig verður þar að finna þau lög sem Regína og Friðrik hafa sungið í for­keppn­um Eurovisi­on hér á landi í gegn­um árin. Aðall­inn er þó auðvitað tvær út­gáf­ur af Eurovisi­on-fram­lagi Íslend­inga sem hafa ekki verið gefn­ar út áður á geisla­plötu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka