Eurobandið gefur sjálft út skífu

Eurobandið fylgir fordæmi Páls Óskars frá síðustu jólum, að gefa út og halda utan um útgáfu nýrrar plötu sinnar sjálf. Friðrik Ómar segir að hann og Regína muni sjálf halda utan um það að dreifa plötunni, er ber auðvitað heitið This is my Life, í búðir á föstudag. Á laugardag halda þau svo kveðjupartí fyrir yngri kynslóðina í Smáralind en þau halda út til Serbíu á mánudagsmorgun.

Ákvörðun þeirra að gefa plötu sína út sjálf vekur athygli af þeirri ástæðu að bæði Friðrik Ómar og Regína hafa verið á mála hjá Senu, stærsta útgáfufélagi landsins. Slíkum samningum fylgja oftast ákvæði er tryggja útgáfunni forkaupsrétt að hliðarverkefnum listamanna. Ónafngreindur heimildamaður blaðsins segir að sú ákvörðun Eurobandsins að gefa út sjálf hafi komið Senu í opna skjöldu og þar af leiðandi hafi fyrirtækið sagt upp samningi sínum við söngvarana. Útgáfustjóri Senu staðfestir svo að fyrirtækið hafi slitið samningum við þau.

„Það er rétt, þau eru ekki lengur á mála hjá Senu,“ segir Eiður Arnarsson en vildi svo lítið sem ekkert tjá sig um málið. „Það varð úr að því samstarfi var slitið.“

Sena á þó réttinn að íslenskri útgáfu sigurlagsins í Eurovision í ár, en hana er einmitt að finna í glæsilegu fimm diska boxi er félagið er að gefa út sem inniheldur 100 þekkt Eurovision-lög, íslensk sem erlend.

„Svona er Ísland í dag,“ segir Friðrik Ómar um nýja plötu Eurobandsins. „Maður hengir upp plakötin sjálfur.“

Breiðskífa Eurobandsins inniheldur mörg þeirra laga sem þau Friðrik og Regína hafa troðið upp með eftir að samstarf þeirra hófst. Til dæmis er þar að finna gamalt framlag Ísraels er við þekkjum öll sem A-Ba-Ni-Bi-lagið auk gamals slagara Johnnys Logans í dansútgáfu. Einnig verður þar að finna þau lög sem Regína og Friðrik hafa sungið í forkeppnum Eurovision hér á landi í gegnum árin. Aðallinn er þó auðvitað tvær útgáfur af Eurovision-framlagi Íslendinga sem hafa ekki verið gefnar út áður á geislaplötu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir