Lohan varð sér til minnkunar

Lindsay Lohan sést hér kápulaus.
Lindsay Lohan sést hér kápulaus. Reuters

Lindsay Lohan hefur verið sökuð um að stela minkapels af 22 ára háskólanema. Masha Markova segir að hún hafi farið í einkasamkvæmi í New York síðast liðinn janúar þar sem hún sat við hlið Lindsay Lohan en pelsinn sem var gjöf frá ömmu hennar og metinn á tæpa milljón krónur.

Markova greip í tómt þegar halda átti heim úr boðinu og nokkru síðar sá hún mynd af Lohan í hinni ljóslituðu minkapelskápu í blöðunum.

Lögfræðingur Markovu mun hafa rætt við Lindsay sjálfa og þremur vikum eftir hvarfið var pelsinn sendur heim til Markovu sem segir að hann hafi verið lítillega rifinn og af honum hafi borist tóbakslykt.

Masha Markova segir að slíkar flíkur taki maður ekki í misgripum og hefur farið fram á að fá 10 þúsund Bandaríkjadali fyrir hina heimildarlausu þriggja vikna leigu á kápunni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup