Bandaríska söngkonan Mariah Carey hefur staðfest að hún hafi gifst rapparanum Nick Cannon þann 30. apríl. „Okkur finnst við sannarlega vera sálufélagar. Ég hef aldrei talið að slík ást væri í kortunum mínum,” segir hún í viðtali við tímaritið People.
„Hún er fögur að utanverðu og tíu sinnum fallegri að innanverðu,” segir Nick um hins nýju eiginkonu sína í viðtali við tímaritið. Forsvarsmenn People höfðu áður greint frá því að þeir hefðu tryggt sér einkarétt á myndum úr brúðkaupinu.
Mariah, sem er 38 ára, og Nick, sem er 27 ára, kynntust fyrir sex vikum er hann kom fram í mynbandi við lag hennar 'Bye Bye' og fór brúðkaup þeirra fram á Bahamaeyjum.