Þekktur sveitasöngvari látinn

Eddy Arnold
Eddy Arnold

Sveitasöngvarinn Eddy Arnold er látinn 89 ára að aldri. Hans helsta framlag í tónlistargeiranum var útgáfa hans af laginu “Make the World Go Away” sem varð mjög vinsælt víða um heim.

Arnold ólst upp í fátækt í bænum Henderson í Tennessee. Á unga aldri kom hann sér á framfæri sem söngvari og vann sig upp úr fátæktinni. Umsjónarmaður Arnolds á fimmta áratugnum var enginn annar en Col. Tom Parker og ekki leið á löngu þar til lög Arnolds náðu vinsældum.

Plötur Arnolds hafa selst í yfir 85 milljónum eintaka og kom hann 147 lögum á vinsældarlista. Arnold er methafi í fjölda laga sem komist hafa inn topp 10 lista en alls náðu 92 lög eftir hann þeim árangri. Hann var sá fyrsti til að hljóta verðlaun sem „skemmtikraftur ársins“ frá the Country Music Association.

Arnold sameinaði sveitatónlist og popptónlist á sjöunda áratugnum. Með þeirri áherslubreytingu náði hann til enn fleiri hlustenda. Mörgum sveitasöngvurum var illa við þá breytingu en mjúk barítónsrödd hans gerði það að verkum að honum var líkt við Bing Crosby.

Uppselt var á fjölda tónleika sem hann hélt í New York og Las Vegas á þessum árum.  

Langvarandi veikindi drógu Arnold til dauða. Eiginkona hans, Sally, lést fyrr á þessu ári.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka