Þekktur sveitasöngvari látinn

Eddy Arnold
Eddy Arnold

Sveita­söngv­ar­inn Eddy Arnold er lát­inn 89 ára að aldri. Hans helsta fram­lag í tón­list­ar­geir­an­um var út­gáfa hans af lag­inu “Make the World Go Away” sem varð mjög vin­sælt víða um heim.

Arnold ólst upp í fá­tækt í bæn­um Hend­er­son í Tenn­essee. Á unga aldri kom hann sér á fram­færi sem söngv­ari og vann sig upp úr fá­tækt­inni. Um­sjón­ar­maður Arnolds á fimmta ára­tugn­um var eng­inn ann­ar en Col. Tom Par­ker og ekki leið á löngu þar til lög Arnolds náðu vin­sæld­um.

Arnold sam­einaði sveita­tónlist og popp­tónlist á sjö­unda ára­tugn­um. Með þeirri áherslu­breyt­ingu náði hann til enn fleiri hlust­enda. Mörg­um sveita­söngvur­um var illa við þá breyt­ingu en mjúk barítóns­rödd hans gerði það að verk­um að hon­um var líkt við Bing Cros­by.

Upp­selt var á fjölda tón­leika sem hann hélt í New York og Las Vegas á þess­um árum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son