Winehouse yfirheyrð um fíkniefni

Breska söngkonan Amy Winehouse var í morgun leyst úr haldi gegn tryggingargjaldi eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Lögreglan komst yfir myndband sem sýndi meinta fíkniefnanotkun hennar.

Á fréttavef BBC er haft eftir talsmanni bresku lögreglunnar að handtakan hafi verið gerð í tengslum við myndband af Winehouse sem lögreglunni barst í janúar síðast liðnum.

Götublaðið The Sun birti í lok janúar myndir þar sem sagt var að Winehouse væri að reykja krakk (e. crack cocaine).

Ekki eru nema tvær vikur síðan Winehouse eyddi nótt í fangelsi fyrir líkamsárás en hún viðurkenndi að hafa slegið mann utanundir í Camden Town í London skammt frá þar sem hún býr.

Talsmaður Winehouse sagði að hún hefði mætt sjálfviljug á lögreglustöðina í dag og var hún handtekin og yfirheyrð. Hún sýndi að sögn fullkominn samstarfsvilja en málið er enn í rannsókn.

Viðtalið fór fram á lögreglustöð í Limehouse hverfi í London og var fjöldi ljósmyndara og fréttamanna staddur þar fyrir utan er Winehouse bar að garði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka