Winehouse yfirheyrð um fíkniefni

00:00
00:00

Breska söng­kon­an Amy Winehou­se var í morg­un leyst úr haldi gegn trygg­ing­ar­gjaldi eft­ir að hafa verið hand­tek­in vegna gruns um brot á fíkni­efna­lög­um. Lög­regl­an komst yfir mynd­band sem sýndi meinta fíkni­efna­notk­un henn­ar.

Á frétta­vef BBC er haft eft­ir tals­manni bresku lög­regl­unn­ar að hand­tak­an hafi verið gerð í tengsl­um við mynd­band af Winehou­se sem lög­regl­unni barst í janú­ar síðast liðnum.

Götu­blaðið The Sun birti í lok janú­ar mynd­ir þar sem sagt var að Winehou­se væri að reykja krakk (e. crack cocaine).

Ekki eru nema tvær vik­ur síðan Winehou­se eyddi nótt í fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás en hún viður­kenndi að hafa slegið mann ut­anund­ir í Camd­en Town í London skammt frá þar sem hún býr.

Talsmaður Winehou­se sagði að hún hefði mætt sjálf­vilj­ug á lög­reglu­stöðina í dag og var hún hand­tek­in og yf­ir­heyrð. Hún sýndi að sögn full­kom­inn sam­starfs­vilja en málið er enn í rann­sókn.

Viðtalið fór fram á lög­reglu­stöð í Li­mehou­se hverfi í London og var fjöldi ljós­mynd­ara og frétta­manna stadd­ur þar fyr­ir utan er Winehou­se bar að garði.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son