Winehouse yfirheyrð um fíkniefni

Breska söngkonan Amy Winehouse var í morgun leyst úr haldi gegn tryggingargjaldi eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Lögreglan komst yfir myndband sem sýndi meinta fíkniefnanotkun hennar.

Á fréttavef BBC er haft eftir talsmanni bresku lögreglunnar að handtakan hafi verið gerð í tengslum við myndband af Winehouse sem lögreglunni barst í janúar síðast liðnum.

Götublaðið The Sun birti í lok janúar myndir þar sem sagt var að Winehouse væri að reykja krakk (e. crack cocaine).

Ekki eru nema tvær vikur síðan Winehouse eyddi nótt í fangelsi fyrir líkamsárás en hún viðurkenndi að hafa slegið mann utanundir í Camden Town í London skammt frá þar sem hún býr.

Talsmaður Winehouse sagði að hún hefði mætt sjálfviljug á lögreglustöðina í dag og var hún handtekin og yfirheyrð. Hún sýndi að sögn fullkominn samstarfsvilja en málið er enn í rannsókn.

Viðtalið fór fram á lögreglustöð í Limehouse hverfi í London og var fjöldi ljósmyndara og fréttamanna staddur þar fyrir utan er Winehouse bar að garði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir