Bloggsíða Dr. Gunna að breytast í fatabúð?

Eftir nokkurra mánaða aðhald og daglegar heimsóknir í ræktina passar Dr. Gunni ekki lengur í litríku Hawaii-skyrturnar sínar, sem hann er þekktur fyrir að klæðast. Eftir að hafa lagt á sig að klæðast alltaf nýrri Hawaii-skyrtu í spurningaþáttunum sálugu, Popppunkti, er ekki undarlegt að fólk leiti til hans þegar það vantar upplýsingar um hvar sé hægt að kaupa sér eina slíka. Núna þarf Doktorinn ekki að benda þeim sem spyrja langt, því hann hefur ákveðið að selja skyrturnar sínar, eða „havæ-tjöldin“ eins og hann kallar þær núna eftir að hann léttist um rúm 15 kíló.

„Ég hef bent fólki á Spúútnik og Elvis þegar það hefur spurt mig hvar það fái svona en svo er það bara rugl,“ segir Dr. Gunni. „Það kemur og fer hvað þetta þykir kúl. Núna er þetta ekki kúl og fæst því hvergi. Það hringdu í mig stórir menn sem voru á leið til Belgíu með fyrirtækinu sínu á árshátíð þar sem þemað var Hawaii. Þannig að ég rétti þeim hjálparhönd sem hlýðinn borgari.“

Skyrtur úr sjónvarpinu

„Sala á skyrtunum hefst innan fárra daga og ég ætla að setja þetta flott upp á síðunni minni,“ segir Doktorinn að lokum.

Áhugasömum um stórar Hawaii-skyrtur er því bent á að fylgjast með síðunni, www.this.is/drgunni.

biggi@24stundir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup