Framhald á Forbrydelsen

Persónur í Forbrydelsen.
Persónur í Forbrydelsen.

Danska leikkonan Sofie Gråbøl hefur samþykkt að klæðast lopapeysunni frægu í nýrri þáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Söru Lund og munu upptökur hefjast næsta haust.

Á fréttavef Berlingske Tidende kemur fram að vinsældir Forbrydelsen hafi orðið til þess að ákveðið hefur verið að hnýta þá lausu enda sem eftir voru í fyrstu þáttaröðinni með nýjum umgangi.

Þar kemur fram að 2,1 milljón áhorfenda sátu límdir við lokaþáttinn í Danmörku og því sé ráðist í aðra þáttaröð.

Sarah Lund verður með í þáttunum þó að hún hafi hætt hjá lögreglunni í síðasta þætti en nýjum söguþræði verður fylgt eftir með nýjum leikurum. Það mun eðli málsins samkvæmt ekkert sjást til flutningamannsins Vagns og fjölskylda Birk Larsen og stjórnmálamaðurinn Troels Hartmann munu einnig hverfa af sögusviðinu.

Þótti mörgum að 24 þættir þar sem fylgst er með einu glæpamáli reyna á þolrif áhorfenda og því verður næsta þáttaröð takmörkuð við 10 þætti sem reiknað er með að verði sýndir í Danmörku á haustmánuðum 2009.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar