Framhald á Forbrydelsen

Persónur í Forbrydelsen.
Persónur í Forbrydelsen.

Danska leik­kon­an Sofie Gråbøl hef­ur samþykkt að klæðast lopa­peys­unni frægu í nýrri þáttaröð um rann­sókn­ar­lög­reglu­kon­una Söru Lund og munu upp­tök­ur hefjast næsta haust.

Á frétta­vef Berl­ingske Tidende kem­ur fram að vin­sæld­ir For­brydel­sen hafi orðið til þess að ákveðið hef­ur verið að hnýta þá lausu enda sem eft­ir voru í fyrstu þáttaröðinni með nýj­um um­gangi.

Þar kem­ur fram að 2,1 millj­ón áhorf­enda sátu límd­ir við lokaþátt­inn í Dan­mörku og því sé ráðist í aðra þáttaröð.

Sarah Lund verður með í þátt­un­um þó að hún hafi hætt hjá lög­regl­unni í síðasta þætti en nýj­um söguþræði verður fylgt eft­ir með nýj­um leik­ur­um. Það mun eðli máls­ins sam­kvæmt ekk­ert sjást til flutn­inga­manns­ins Vagns og fjöl­skylda Birk Lar­sen og stjórn­mála­maður­inn Troels Hart­mann munu einnig hverfa af sögu­sviðinu.

Þótti mörg­um að 24 þætt­ir þar sem fylgst er með einu glæpa­máli reyna á þolrif áhorf­enda og því verður næsta þáttaröð tak­mörkuð við 10 þætti sem reiknað er með að verði sýnd­ir í Dan­mörku á haust­mánuðum 2009.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell