Íslenska þungarokks hljómsveitin Sign hefur þegið boð um að opna aðalsviðið á á DOWNLOAD tónlistarhátíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskri hljómsveit er boðið að koma fram á þessari stærstu og virtustu útihátíð þungarokksins í Bretlandi.
SIGN eru þar í góðum félagsskap hljómsveita á borð við Motörhead, Lostprophets, Incubus, The Offspring., Kiss, Judas Priest, Ash og Him svo fáeinir séu nefndir. Download hátíðn fram helgina 13. -15. júní á Donington Park kappakstursbrautinni.
SIGN er í þann mund að leggja af stað í þriggja vikna tónleikaferð um Bretland þriðjudaginn 13. maí nk. til að kynna útgáfu geisladisks síns The HOPE.