Líkt og 24 stundir greindu frá á þriðjudag stóð ekki til að hinn sívinsæli Bjarni Felixson fengi að lýsa knattspyrnuleik á Evrópumótinu í sumar á RÚV. Sú afstaða gæti þó hafa breyst.
„Bjarni Fel er goðsögn í lifanda lífi og á stóran sess í hjarta þjóðarinnar. Því er ég vongóður um að hann fái að lýsa í sumar, treysti hann sér til þess, því þjóðin hefur svo sannarlega talað,“ segir Henry Birgir, sem afhenti Hrafnkeli Kristjánssyni, yfirmanni íþróttadeildar RÚV, undirskriftalistann með nöfnum meira en 1000 stuðningsmanna Bjarna.