Þjóðin styður við bakið á Bjarna Fel

Bjarni Fel. les fréttir.
Bjarni Fel. les fréttir. Ómar Óskarsson

Líkt og 24 stundir greindu frá á þriðjudag stóð ekki til að hinn sívinsæli Bjarni Felixson fengi að lýsa knattspyrnuleik á Evrópumótinu í sumar á RÚV. Sú afstaða gæti þó hafa breyst.

Ótrúlegar viðtökur

„Þegar ég sá frétt 24 stunda um að það stæði ekki til að Bjarni myndi lýsa leik á EM í sumar, þá varð ég að vonum svekktur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, hinn skeleggi íþróttafréttamaður Fréttablaðsins, sem setti í gang undirskriftasöfnun þess efnis að fá Bjarna Fel til að lýsa á EM í sumar.

„Bjarni Fel er goðsögn í lifanda lífi og á stóran sess í hjarta þjóðarinnar. Því er ég vongóður um að hann fái að lýsa í sumar, treysti hann sér til þess, því þjóðin hefur svo sannarlega talað,“ segir Henry Birgir, sem afhenti Hrafnkeli Kristjánssyni, yfirmanni íþróttadeildar RÚV, undirskriftalistann með nöfnum meira en 1000 stuðningsmanna Bjarna.

Vill engu lofa ennþá

„Ég er kominn með listann í hendur og fer nú í það að skoða hann,“ segir Hrafnkell, sem vill engu lofa um hvort Bjarni Felixson komi til með að lýsa í sumar. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að Bjarni eigi svona mikinn og góðan stuðning landsmanna, enda Bjarni hornsteinn í íslenskri íþróttafréttamennsku. En við Bjarni munum ræða þetta. Ef hann er til, þá þurfum við að skoða þetta betur, eins og hverja aðra ákvörðun. En ég get engu lofað ennþá.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir