Bandaríska leikkonan, Uma Thurman fer fram á bætur frá franska snyrtivörufyrirtækinu Lancome upp á 15 milljónir Bandaríkjadala fyrir að nota nafn hennar og andlit í auglýsingaherferð eftir að samningnum lauk. Segir Thurman að Lancome hafi haldið áfram að nota andlit hennar og nafn á vefjum í Asíu og í kanadískum vörulistum þrátt fyrir að samningurinn væri útrunninn.
Lancome hefur vísað kröfum Thurman á bug og hefur félagið höfðað mál gegn henni en hún hefur einnig höfðað mál gegn snyrtivörufyrirtækinu. Áður höfðu lögfræðingar beggja reynt að ná samkomulagi um málið, samkvæmt frétt á vef BBC.