Byssa fannst í fórum Farina við vopnaleit

Leikarinn Dennis Farina
Leikarinn Dennis Farina AP

Leikarinn Dennis Farina var handtekinn á flugvellinum í Los Angeles í dag eftir að hlaðin byssa fannst í handfarangri hans. Byssan fannst við við vopnaleit og sagðist leikarinn hafa gleymt því að skammbyssan, sem er 22 kalibera, væri í töskunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var byssan óskráð og var Farina látinn laus gegn tryggingu upp á 35 þúsund dali. Nýjasta mynd Farina, What Happens in Vegas, þar sem hann leikur með Ashton Kutcher og Cameron Diaz var frumsýnd í síðustu viku en hann hefur meðal annars leikið í myndum eins og Snatch og Get Shorty auk fjölda sjónvarpsþátta til að mynda Law & Order. Farina var áður lögregluþjónn í Chicago.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir