Beðmál í borginni frumsýnd í Lundúnum

Kvikmyndin Beðmál í borginni var frumsýnd í Lundúnum í kvöld. Aðdáendur sjónvarpsraðarinnar tóku vel á móti þeim Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon þegar þær mættu á rauða dregilinn við Leicester Square í kvöld. Myndin verður sýnd hér á landi í lok mánaðarins en hún fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum víða um heim þann 28. maí nk.

Sarah Jessica Parker sagði í viðtali við BBC að það væri frábært að frumsýna myndina í Lundúnum en ekki New York þar sem myndin gerist. Næst verður myndin sýnd í Berlín þann 15. maí og síðan í New York þann 27. maí. Hún fer eins og áður sagði í almennar sýningar þann 28. maí.

Fræga fólkið lét sig ekki vanta við frumsýninguna í kvöld í Lundúnum.  Á vef BBC kemur fram að  Vivienne Westwood, Michelle Ryan, Keeley Hawes og Martine McCutcheon, hafi verið þar á meðal.

Kristin Davis, Cynthia Nixon, Kim Cattrall og Sarah Jessica Parker …
Kristin Davis, Cynthia Nixon, Kim Cattrall og Sarah Jessica Parker á rauða dreglinum við Leicester Square í kvöld Reuters
Sumir aðdáendur Beðmála í borginni höfðu beðið eftir því að …
Sumir aðdáendur Beðmála í borginni höfðu beðið eftir því að sjá leikkonurnar í allan dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir