Cattrall og kynlífið

Kim Cattrall við auglýsingu um bók sína
Kim Cattrall við auglýsingu um bók sína AP

Leikkonan Kim Cattrall, sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að ræða kynlífsreynslu, segir að sjálfsfróun í æsku sé lykillinn að góðu gengi í kynlífi síðar á lífsleiðinni. Cattrall, sem lék í Beðmálum í borginni, hefur gefið út bók um eigin kynlífsreynslu.

Cattrall segir að ef hún hefði kunnað meira fyrir sér í að fullnægja sjálfri sér í æsku þá hefði hún notið kynlífs enn betur síðar á lífsleiðinni. „Því yngri sem þú lærir að fróa þér því betra verður kynlíf þitt. Það tók mig mörg ár að komast að þessu. Ég las jafnvel bækur eftir kynlífsráðgjafa og stóð nakin fyrir framan spegil til að komast að því hvernig ég ætti að snerta líkama minn," segir Cattrall í viðtali við tímaritið Cosmopolitan.

Segir hún í viðtalinu að ein helsta hindrunin í kynlífi sé að flestir karlmenn kunni ekki að fullnægja konu og flestar konur hafa ekki hugrekki til þess að segja karlmanninum hvað þurfi að gera. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir