Eurobandið var fyrst á sviðið í Belgrad í Serbíu í morgun er æfingar hófust fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á vef keppninnar kemur fram að Regína Ósk og Friðrik Ómar hafi verið í þeim fatnaði sem þau hyggjast keppa í í undankeppninni 22. maí. Þar kemur fram að söngurinn hafi tekist vel og kraftur hafi verið í framkomu þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar er þau fluttu framlag Íslendinga This is my life.
Þemað hjá Eurobandinu er svart með bleiku ívafi. Segir á vefnum að svo virðist sem sporin séu meira og minna fullkomin hjá Eurobandinu en eitthvað hafi hljóðið verið að stríða þeim í upphafi.
Fréttin í heild sinni á vef söngvakeppninnar