Samhliða kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst á morgun verður kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman.
Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía, Duggholufólkið, Veðramót, The Amazing Truth About Queen Raquela og Skrapp út. Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi.
Magnús Viðar Sigurðsson verður svo fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move“, en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar.