Miklar breytingar á Rás 2

Aðalheiður Ólafsdóttir og Magnús Einarsson.
Aðalheiður Ólafsdóttir og Magnús Einarsson. mbl.is/Frikki

 Mik­il um­skipti eiga sér stað á Rás 2 þessa dag­ana en breyt­ing­arn­ar eiga að gera stöðina aðgengi­legri í hug­um og eyr­um yngri hlust­enda. Stærsta breyt­ing­in er lík­leg­ast sú að Magnús Ein­ars­son kveður og held­ur yfir á Rás 1. Inn hafa verið ráðin Matth­ías Már Magnús­son (áður á Xfm) og Aðal­heiður Ólafs­dótt­ir sem við þekkj­um lík­leg­ast bet­ur sem Heiðu úr Idol.

Fleiri fyrr­ver­andi rokkút­varps­menn hafa tekið sér sæti á Rás­inni en þeir Andri Freyr Viðars­son og Doddi litli verða með þátt í sum­ar.

Ekk­ert húll­um­hæ

„Ég verð út þessa viku í loft­inu, eða fram á föstu­dag, og eft­ir það er ég hætt­ur á Rás 2,“ seg­ir Magnús Ein­ars­son og hljóm­ar mjög sátt­ur við þessi kafla­skil í lífi sínu. „Ég er bú­inn að vera þarna lengi í löng­um út­send­ing­um. Það er ágætt að breyta til og ég hlakka til. Á Rás 1 verð ég í öðru­vísi dag­skrár­gerð. Einn klukku­tíma þátt­ur á viku.“

Magnús seg­ist ekki ætla að vera með neitt húll­um­hæ í síðasta þætti sín­um á föstu­dags­morg­un.

„Mér lík­ar ekki við þannig sjálf­hverft rugl, það er ekk­ert fyr­ir hlust­end­ur. Ég bara hætti og þá er það búið. Útvarpið held­ur áfram. Sjálfsagt verður haldið eitt­hvert partí, en mér hef­ur ekki verið boðið ennþá.“

Nýr helg­arþátt­ur Magnús­ar um ferðamál hefst svo fljót­lega á Rás 1.

Matti og Heiða í Popp­landi

Aðrar breyt­ing­ar á dag­skránni eru að bassatónn­inn Ágúst Boga­son kveður Popp­landið að sinni og verður færður yfir á kvöld­in. Nýi þátt­ur­inn hans heit­ir Á vell­in­um og er blanda af því nýj­asta úr heimi fót­bolta og tón­list­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir