Miklar breytingar á Rás 2

Aðalheiður Ólafsdóttir og Magnús Einarsson.
Aðalheiður Ólafsdóttir og Magnús Einarsson. mbl.is/Frikki

 Mikil umskipti eiga sér stað á Rás 2 þessa dagana en breytingarnar eiga að gera stöðina aðgengilegri í hugum og eyrum yngri hlustenda. Stærsta breytingin er líklegast sú að Magnús Einarsson kveður og heldur yfir á Rás 1. Inn hafa verið ráðin Matthías Már Magnússon (áður á Xfm) og Aðalheiður Ólafsdóttir sem við þekkjum líklegast betur sem Heiðu úr Idol.

Fleiri fyrrverandi rokkútvarpsmenn hafa tekið sér sæti á Rásinni en þeir Andri Freyr Viðarsson og Doddi litli verða með þátt í sumar.

Ekkert húllumhæ

Breytingin er mikil fyrir Magnús en hann hefur starfað í um 20 ár á rásinni.

„Ég verð út þessa viku í loftinu, eða fram á föstudag, og eftir það er ég hættur á Rás 2,“ segir Magnús Einarsson og hljómar mjög sáttur við þessi kaflaskil í lífi sínu. „Ég er búinn að vera þarna lengi í löngum útsendingum. Það er ágætt að breyta til og ég hlakka til. Á Rás 1 verð ég í öðruvísi dagskrárgerð. Einn klukkutíma þáttur á viku.“

Magnús segist ekki ætla að vera með neitt húllumhæ í síðasta þætti sínum á föstudagsmorgun.

„Mér líkar ekki við þannig sjálfhverft rugl, það er ekkert fyrir hlustendur. Ég bara hætti og þá er það búið. Útvarpið heldur áfram. Sjálfsagt verður haldið eitthvert partí, en mér hefur ekki verið boðið ennþá.“

Nýr helgarþáttur Magnúsar um ferðamál hefst svo fljótlega á Rás 1.

Matti og Heiða í Popplandi

Aðalheiður Ólafsdóttir, sem hafnaði í öðru sæti í Idol-keppninni árið 2005, hefur verið að fylgjast með uppi á Rás 2 þessa vikuna til að undirbúa sín fyrstu skref í dagskrágerð. Hún bætist við Popplands-teymið og verður í loftinu ásamt Matta af X-inu á milli klukkan 14 og 16 á hverjum virkum degi.

Aðrar breytingar á dagskránni eru að bassatónninn Ágúst Bogason kveður Popplandið að sinni og verður færður yfir á kvöldin. Nýi þátturinn hans heitir Á vellinum og er blanda af því nýjasta úr heimi fótbolta og tónlistar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup