Regína Ósk í bleikum skóm

Íslenski hóp­ur­inn með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk í broddi fylk­ing­ar steig fyrst­ur á svið í æf­ing­um gær­dags­ins í Beogradska-höll­inni í Belgrad. Sam­kvæmt Jónatani Garðars­syni, far­ar­stjóra hóps­ins, gekk æf­ing­in mjög vel en tölu­verður tími fór í að fínstilla ákveðna hluti í mynd­vinnsl­unni og mun upp­töku­stjór­inn hafa komið að máli við hóp­inn eft­ir æf­ing­una sem að sögn Jónatans er mjög sjald­gæft.

Að æf­ingu lok­inni var hald­inn blaðamanna­fund­ur þar sem þau Friðrik Ómar og Regína Ósk léku á als oddi og sungu meðal ann­ars lagið með ís­lensk­um texta. Grét­ar Örvars­son var svo spurður að því hvort hann hefði trú á fram­lagi Íslands í ár í ljósi reynslu hans af keppn­inni. Svaraði hann því til að hann hefði fulla trú bæði á lag­inu og atriðinu og að hann væri auk þess mjög stolt­ur af því að fá að vera hluti af því.

Há­hælaðir skór Regínu Óskar vöktu tölu­verða at­hygli á æf­ing­unni í gær enda skær­bleik­ir og í stíl við neon­bleik­ar lín­ur í bún­ing­um söngv­ar­anna. Friðrik Ómar varð hins­veg­ar bæði að sætta sig við svarta flat­botna skó og síðar bux­ur. Næsta æf­ing Eurobands­ins í Beogradska fer fram á föstu­dag­inn og þá kem­ur í ljós hvort ein­hverj­ar breyt­ing­ar hafi verið gerðar á atriðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir