Hljómaði eins og önd

mbl.is/Eggert

Friðrik Ómar veitti Evróvisjón-vefnum (www.esctoday.com) viðtal áður en hann vatt sér á sviðið í Beogradska-höllinni í Belgrad á þriðjudag. Viðtalið er allt hið hressasta eins og við var að búast þegar Friðrik Ómar er annars vegar, en ekki síður upplýsandi. Til að mynda kemur fram í viðtalinu að Friðrik Ómar hafi sent frá sér tvær plötur áður en hann náði 18 ára aldri og að hann hafi hljómað eins og önd á þeim báðum. „Ég er mjög stoltur af þessum plötum og var staðráðinn í að taka þær upp, þrátt fyrir að ég hlusti ekki á þær í dag.“

Friðrik Ómar viðurkennir í viðtalinu að það hafi valdið honum miklum vonbrigðum þegar hann tapaði fyrir Eiríki Haukssyni í forkeppninni hér heima í fyrra. Hann hafi hins vegar gert sér grein fyrir því að á undanförnum árum hafi almenningur á Íslandi valið söngvarann fram yfir lagið og Eiki Hauks hafi verið uppáhald þjóðarinnar í þetta skiptið.

Á hinn bóginn telur hann almenning í Evrópu ekki undir sömu sök seldan og því sé hann viss um að besta lagið fái að lokum flest stigin. Það hafi til dæmis ekki komið honum á óvart þegar Serbía hafi sigrað því honum hafi einfaldlega fundist það besta lagið.

„Satt að segja kann ég oftast að meta lögin sem koma frá Austur-Evrópu best. Ég hef enga trú á því að það sé nokkur pólitík í gangi, undanfarin ár hafa austur-evrópsku lögin einfaldlega borið af. [Evróvisjón] á ekkert skylt við pólitík. Hún snýst um að sameina Evrópu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka