Kynlífsgjörningar Dr. Ruth

Dr Ruth var í miklum ham á Bessastöðum.
Dr Ruth var í miklum ham á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Hinn frægi kynlífsfræðingur Dr. Ruth Westheimer er mætt til landsins í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem sett var í Hafnarhúsinu nú undir kvöld. Á sunnudaginn munu meðal annarra Marina Abramovic og Dr. Ruth fremja gjörning í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á milli kl. 10 og 15.

Dr. Ruth var í móttöku forseta Íslands á Bessastöðum í dag og þar sagði hún í viðtali við mbl.is, að hún hefði áður tekið þátt í listrænum gjörningi þar sem listamaðurinn hafði komið fyrir flugeldum víða um sýningarrýmið og að þar hefði skapast ákveðin spenna því enginn vissi hvar eða hvenær eða hvort flugeldar spryngju.

 „Það tengist mínu fagi því þannig er einmitt kynlíf, maður veit aldrei hver fær fullnægingu eða hvenær," sagði Dr. Ruth en hún gaf ekkert upp um á hverju áhorfendur gætu átt von á í Hafnarhúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar